Friðarhlaupið - með á lokasprettinum

Fridarhlaup2016 john Fridarhlaup2016 david

Friðarhlaupið og Laugalækjarskóli hafa átt gott samstarf um nokkurra ára skeið. Fulltrúar hlaupsins hafa heimsótt skólann árlega, boðið nemendum að hlaupa með sér og kynnt hugsjón sína. Síðustu vikuna hafa hlauparar á þeirra vegum hlaupið alla leið frá Snæfellsnesi og til Reykjavíkur. Fulltrúum skólans var boðið að slást í för með þeim lokasprettinn að Ráðhúsi Reykjavíkur og úr varð hin skemmtilegasta stund. Fleiri myndir má sjá á vef hlaupsins

Valgreinar 9. og 10. bekkjar

Framboð valgreina er að skýrast fyrir 9. og 10. bekki næsta skólaárs, 2016 - 2017. Núverandi 8. bekkur fékk stutta kynningu í hádegishléi dagsins í dag (20. maí). Báðir árgangar fá betri kynningu eftir helgi. Mikilvægast er fyrir nemendur að lesa vel valgreinabæklinginn og nota glærusýningu sér til stuðnigs Sjá einnig Nám -> Valgreinar hér á vefnum. 

Lokadagar 9.bekkjar

Lokadagar 9.bekkjar

26.maí stærðfræðipróf

27.maí enskupróf

30.maí íslenskupróf

1.júní möppudagur

Fyrirmyndarnemandi

IMG 6130

Á skólalóðinni hefur safnast saman ansi mikið rusl sem ekki hefur ratað í ruslatunnur. Finnboga í 8.A fannst nóg um og fór út að tína rusl. Frábært framtak hjá Finnboga. Á næstunni munu aðrir nemendur skólans fylgja góðu fordæmi og gera vorhreingerningu á skólalóðinni.