Verkefni í ensku

book

Eitt af fyrstu verkefnunum sem nemendur vinna í ensku í 7. bekk er að búa til bók um sig sjálfa. Hæfniviðmiðin eru að nemendur geti skrifað stutta texta um mikilvæga þætti í lífi sínu, um áhugamál sín, vini og framtíðina. Eins og myndirnar bera með sér eru bækurnar mjög fallegar í ár.

Enska3

Nemendur í 8. bekk velja persónu sem þeir líta upp til og afla sér upplýsingar um hana í upplýsingaverinu. Þeir búa til veggspjald í Publisher og læra á forritið í leiðinni. Að auki búa þeir til kynningu í Powerpoint sem þeir nota við kynningu fyrir bekknum. Meðan á kynningu stendur fer fram jafningjamat þar sem nemendur gefa hverjir öðrum stjörnur á þar til gerð eyðublöð og taka fram það sem þeim fannst sérstaklega gott við kynninguna. Í ár lögðu nemendur mjög mikinn metnað í verkefnið eins og myndirnar gefa til kynna!

Hægt er að sjá fleiri myndir hér.

Bekkjarsáttmáli

Bekkjarsattmali

Í Laugalækjarskóla vinnum við að því að innleiða hugmyndafræði jákvæðs aga og liður í því er að bekkirnir útbúa bekkjarsáttmála. Markmið með sáttmálunum eru:

  1. Að skapa umhverfi þar sem öllum líður vel, árangursríkt nám fer fram og gagnkvæm virðing.
  2. Að nemendur séu með í að ákveða hvað eigi að vera í bekkjarsáttmálanum.

Nemendur koma með fjöbreyttar tillögur um hvað þurfi til að kennslustundirnar hjá bekknum verði skemmtilegar, árangursríkar og öllum líði vel. Síðan kjósa þeir 3-5 atriði sem þeim finnast mikilvægust. Því næst er búið til veggspjald með atriðunum sem flest atkvæði hlutu og allir skrifa undir, vegna þess að nemendur bjuggu hann til og eiga að bera ábyrgð á að allir fylgi honum eftir.

Hægt er að sjá fleiri myndir hér:

Þemadagar í dönsku

nordlinien

Dagana 19. og 20. september bauðst öllum nemendum í 9.bekk að taka þátt í samstarfsverkefni á vegum Nordlinjen. Nemendur hér og í Danmörku bjuggu til stuttmyndir þar sem þeir fjölluðu um matarmenningu og fjölskyldu. Þessum myndum var svo að deilt á milli landa. Í lok dags fengu nemendur tækifæri til að ræða saman í gegnum netið og kynnast betur.

 

Skipulag samræmdra prófa í 7. bekk Laugalækjarskóla 2016

Íslenska – fimmtudaginn 22. september
Stærðfræði – föstudaginn 23. september
Próftími er 80 mín. og er nemendum skipt í tvo hópa:

Hópur 1
kl. 8.45 Mæting í skólann – á sal
kl. 8.50 Lesið upp í prófstofur
kl. 9:00 Próf hefst
kl. 10:20 Próflok 

Hópur 2
kl. 10:25 Mæting í skólann – á sal
kl. 10.30 Lesið upp í prófstofur

kl. 10:40 Próf hefst
kl. 12:00 Próflok
kl. 12.15 Próflok hjá þeim sem hafa lengdan próftíma 

Nemendur verða að sitja út allan próftímann og því er nauðsynlegt að þeir hafi með sér bækur eða blöð að heiman sem þeir geta lesið í hafi þeir lokið prófinu áður en tilskildum próftíma er lokið. Nemendur mæta þessa daga eingöngu í próf og fara heim að prófi loknu.