Jólameistarar Reykjavíkurskóla

Jolaskakmot TR SFS 2016Á myndinni eru f.v. Daníel Ernir, Alexander Oliver, Jón Þór, Aron Þór og Daði Ómarsson þjálfari. Á myndina vantar Jason Andra.

Skáksveit Laugalækjarskóla sigraði hið árlega Jólamót TR og SFS á dögunum og varði þar titil sinn frá fyrra ári. Að þessu sinni voru yfirburðirnir miklir og þeir félagar unnu alla mótherja sína með fullu húsi vinninga.  Framfarir kappanna eru orðnar vel kunnar í skáksamfélaginu á Íslandi. Síðar í vetur munu þeir freista þess að verða Íslandsmeistarar grunnskólasveita í skák. Þar verður samkeppnin harðari en nú, og í boði er keppnisréttur á norðurlandamóti grunnskólasveita haustið 2017.

Samstarfsverkefni

IMG 0851

Í síðustu viku voru tvær stúlkur úr 9. bekk, þær Alexandra og Nikolina í enskutímum hjá 7. bekk. Um er að ræða samstarfverkefni á milli kennara skólans. Eftir áramót eiga 7. og 8. bekkingar von á nemendum úr 10. bekk sem lesa munu smásögur sínar um einelti og erfið samskipti.

Alexandra og Nikolina lásu söguna The Doctor´s last visit fyrir nemendur í 7. bekk sem unnu verkefni í tengslum við söguna. Einnig lásu þær kafla úr í Action Textbook. Þeim var mjög vel tekið og í lokin ræddu þær um bekkjaskiptin í 8. bekk og dvöl 7. bekkinga á Skólabúðunum á Reykjum. Heimsóknin tókst með afbrigðum vel, nemendur spurðu margra spurninga um fyrirhuguð bekkjarskipti og Reyki sem þær svörðu öllum samviskusamlega og gáfu jafnframt góð ráð. Færum við þeim bestu þakkir fyrir!

 

SARA MJÖLL SIGRAR RÍMNAFLÆÐI!

SaraMjollSigrarRimnaflaedi2016

Hún Sara Mjöll í 10. bekk gerði sér lítið fyrir og sigraði Rímnaflæði sl. föstudagskvöld með miklum tilþrifum og af öryggi. Sigrinum verður fagnað vel og innilega hér í skólanum og í félagsmiðstöðinni Laugó. Bæði RUV og Morgunblaðið hafa fjallað um keppnina.  Við hvetjum alla til að horfa á upptöku af keppninni, Sara Mjöll stígur á svið eftir 49 mínútur og 45 sekúndur og aftur eftir 1:58:10.

Rímnaflæði er rappkeppni á vegum Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, SAMFÉS. Sara Mjöll keppti því á vegum okkar frábæru félagsmiðstöðvar, Laugó. 

Foreldraviðtöl 21. nóvember

foreldraviðtölForeldraviðtöl verða í skólanum mánudaginn 21. nóvember (mánudagur) næstkomandi. Viðtölin verða með opnu sniði; kennarar og starfslið skólans verða til viðtals frá kl. 8:30 til kl. 14, þó
með kaffi- og matarhléum kl. 9:40 - 10:00 og 11:30 – 12:00. 
Gert er ráð fyrir að allir nemendur og foreldrar mæti og hitti þá kennara sem þeim finnst mikilvægast að ræða beint við. Allir eru þó beðnir um að líta við hjá umsjónarkennara sínum.

 Allar stofur standa opnar og ekki er um neinar tímabókanir að ræða. Af þeim sökum gefst e.t.v. ekki tækifæri til að ræða mjög viðkvæm málefni. Þeir foreldrar sem þess óska eru hvattir til að bóka sérstök viðtöl einhvern annan dag eftir samkomulagi við kennara.

Við minnum líka á fréttabréf Laugalækjarskóla sem hægt er að skoða hér.